Skip to main content

Laura er með MA í fagurmálun frá University of California, Berkely, BFA gráðu í fagurlistum með áherslu á málun og grafík frá Eastern Kentucky University, Kentucky, USA og Bacc. phil. í íslensku frá Hákóla Íslands. Þá hefur Laura sótt námskeið í ljósmyndagrafík við Central Saint Martins College of Art & Design í London.
Laura hefur verið búsett á Íslandi um skeið og er meðlimur Íslenskrar grafíkur og Sambands íslenskra myndlistarmanna. Laura hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði á Íslandi og erlendis auk einkasýninga.

Í verkum sínum er Laura að fást við þemu eins og fegurð, nánd, erkitýpur og andleg málefni.

Um gúmmí díkrómat prentun Gum bichromate (gúmmí díkrómat ) prentun er gömul ljósmyndaaðferð er hefur notið endurlífgun undanfarin ár meðal myndlistarmanna og ljósmyndara. Vatnslitir eru leystir upp í ljósnæmri blöndu úr gúmmí arabikum og pótassíum díakrómati. Blandan er pensluð á pappír eða á annan prentflöt, sem síðan er lýstur með útfjólubláu ljósi í gegnum stækkaða negtífa filmu. Eftir lýsingu er pappírinn/þrykkflöturinn framkallaður í vatni og þurrkaður áður en öðru lagi er bætt við með sömu aðferð. Með því að bæta við fleiri lögum byggist upp áferð sem líkist málverki og hvert þrykk verður einstakt.

 

Listaverk í Artóteki