Skip to main content

Listaverk til leigu eða eignar

Í Artótekinu er til leigu og sölu myndlist eftir listamenn sem eru félagsmenn í Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Markmiðið með Artótekinu er að kynna íslenska samtímalist og gefa gestum kost á að leigja eða eignast listaverk á einfaldan hátt.

Fréttir

„Þetta var bara einhver innri köllun“

Aron Leví Beck var listhneigður og skapandi í æsku. Það var þó ekki fyrr en fyrir um það bil fimm árum sem hann fór að fást við myndlist af einhverri alvöru, „þegar óbilandi sköpunarþörfin læddist upp að honum“. Síðan þá hefur hann haldið fjölda sýninga og vakið töluverða athygli fyrir verk sín. … Nánar

Lítil skref í átt að stóru listaverkasafni

Heiða Rúnarsdóttir hefur safnað listaverkum með hjálp Artóteksins í fjórtán ár. Fyrsta verkið sem Heiða eignaðist í gegnum Artótekið var reyndar fyrsta málverkið sem þau hjónin keyptu. Það verk heitir Slökun og er eftir myndlistarkonuna Ninný. „Við keyptum myndina í tilefni af fertugsafmælinu mínu… Nánar