Skip to main content

Artótek Borgarbókasafns tók til starfa í ágúst 2004 og er það samstarfsverkefni SÍM - Sambands íslenskra myndlistarmanna og bókasafnsins.
 

Í Artótekinu er til leigu og sölu myndlist eftir listamenn sem eru félagsmenn í SÍM. Megin markmiðið að gera íslenska samtímalist aðgengilega sem flestum og gefa fólki kost á að leigja eða eignast myndlist á einfaldan hátt. 
 

Leiga á listaverkum er frá 2.000 kr. - 15.000 kr. á mánuði og fer leiguupphæðin eftir verði listverksins. Lágmarksleigutími er einn mánuður en listaverkin má leigja þar til þau eru að fullu greidd. Ef áhugi er á að eignast listaverkið má ljúka greiðslu hvenær sem er og dregst þá frá áður greidd leiga. Einnig er hægt að kaupa listaverkin og eru þau þá staðgreidd.

 

Leiga á verki

Þegar listaverk er tekið á leigu er gerður samningur milli viðskiptavinarins og Artóteks fyrir hönd listamannsins og greidd er eins mánaðar leiga. Leigutaki fær síðan senda kröfu í heimbankann sinn mánaðarlega þar til listaverkið er uppgreitt. Viðkomandi getur skilað verkinu hvenær sem er á leigutímanum (eftir lágmarksleigutímann sem er einn mánuður). 
 

Hvernig leigi ég eða kaupi verk?

Þegar þú hefur fundið verk sem þig langar í kemur þú til okkar í Artótekið í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu og við göngum frá samningnum. Mjög auðvelt og fljótlegt.