Skip to main content

Þórdís er fædd í Reykjavík 1948. Hún stundaði myndlistarnám á listasviði Fjölbrautarskólans í Breiðholti og síðan við grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist þaðan vorið 1988. Hún vinnur aðallega ætingar á koparplötur en hefur auk þess þróað svokallað vatnslitaþrykk, þar sem myndefnið er málað á gler með vatnslit og þrykkt á þunnan pappír. Þessu hefur hún blandað saman að undanförnu þar sem hún límir vatnslitaþrykkið á grafíkpappírinn um leið og koparplatan er þrykkt. Myndefnið er íslensk náttúra. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og fjölmargar samsýningar heima og erlendis. Hún er félagsmaður í SÍM, Sambandi íslenskra myndlistarmanna og ÍG, Íslenskri grafík. Hún er með vinnustofu á Korpúlfsstöðum.

Listaverk í Artóteki