Skip to main content

Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir (f. 1981) útskrifaðist vorið 2006 frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands.

Núna vinnur Ólöf mest með ljósmyndir en grípur stöku sinnum í pensilinn.

Ólöf hefur sýnt á mörgum einka- og samsýningum bæði á námsárunum og eftir þau. Hún er í fjarnámi við Iðnskólanum í Reykjavík í ljósmyndun. ,,Ég vinn yfirleitt með sjálfsmyndina í myndum mínum. Ég hef unnið úr reynslu minni og tilfinningum, myndirnar höfða til tilfinningalífs fólks. Myndirnar fjalla að sjálfsögðu oft um það að vera kona í þessum heimi, þar sem ég er kona í þessum heimi."

Ólöf hefur lýst því yfir að verkin séu undir beinum áhrifum frá feminisma. Hún notar sjálfa sig sem þungamiðju verka sinna, sem eru persónuleg skoðun hennar. Hún veltir fyrir sér pressunni frá samfélaginu, hvernig hún geti brugðist við áreitinu og unnið með það. Hún tekur til dæmis ljósmyndir af því sem gerist á bak við luktar dyr salernisins og af sjálfri sér útgrátinni eftir tilfinningalegt uppnám. Eitthvað sem maður vill helst ekki að allir fái að sjá. Það er enginn feluleikur í gangi og hún kemur til dyranna eins og hún er klædd.

 

Listaverk í Artóteki