Skip to main content

Hulda hefur ávallt teiknað mikið, gert skúlptúra, innsetningar og gjörninga. Síðustu árin hefur hún einnig unnið með leir. Hún er þó sennilega þekktust fyrir málverk sín og er viðfangsefni þeirra manneskjan, náttúran og tilfinningar.

Hulda lauk BA prófi í málun frá Listaháskóla Íslands árið 2000 og lærði leirlist í Myndlistaskólanum í Reykjavík 2006-2008. Einkasýninar Huldu eru vel á annan tug frá því að hún lauk námi úr Listaháskólanum, auk þess sem hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum með öðrum hér heima og erlendis.
Hulda hefur komið víða við á myndlistarferlinum. Hún hefur tekið þátt í að stofna fjögur gallerí, gefið út ljóða- og teikningabækur og um þessar mundir er hún að taka saman bók með myndum af verkum sínum. Árið 2007 voru listaverk Huldu í forvali vegna Carnegie Art verðlaunanna. Listasafn Íslands, fjölmörg fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar eiga listaverk eftir hana.  Vinnustofa Huldu er að Grandagarði 31 og þar hefur hún efnt til sýninga nokkrum sinnum á ári.
 

Listaverk í Artóteki