Skip to main content

Chroma (Hulda Hlín Magnúsdóttir) fæddist í Kaupmannahöfn og ólst þar upp fyrstu árin og síðar í París og loks Reykjavík. Chroma stundaði nám við Listaakademíu Ítalíu í Róm, Accademia di belle arti, og útskrifaðist þaðan í listmálun (pittura) með hæstu einkunn og láði. Chroma hefur verið heilluð af litum frá barnæsku og er einnig með mastersgráðu í listfræði með lokaritgerð á sviði merkingafræði lita / merkingarfræði hins sjónræna. Chroma hefur haldið fjölda einka- og samsýninga bæði hérlendis og á Ítalíu. 

Nánari upplýsingar um listamanninn má finna á vefsíðu Chroma www.chroma.blue.

 

 

Listaverk í Artóteki