Skip to main content

Hadda, Guðrún H. Bjarnadóttir er fædd 1949. Stundaði nám í Eskilstuna folkhögskola, estetisk linje, Svíþjóð, 1986-87 og við Myndlistaskólann á Akureyri, málunardeild, 1987-1991, auk ýmissa námskeiða. Hún vinnur ýmist við málverk, vefnað eða ljósmyndun. Rak um árabil, ásamt öðrum, Grófina og Samlagið listhús í Listagilinu á Akureyri. Hún hefur kennt listgreinar í barnaskólum á Akureyri, Menntasmiðju kvenna, Akureyri, Punktinum, handverksmiðstöð, Akureyri og Leikskólakennaradeild Háskólans á Akureyri. Hadda hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum.

Listaverk í Artóteki