Skip to main content

Dagmar Agnarsdóttir er fædd og upalin í Reykjavík en bjó um árabil í ýmsum löndum þriðja heimsins. Hún fór að fást við myndlist fyrir alvöru í Malasíu og síðar í Thailandi og Indónesíu. Í þessum löndum stundaði Dagmar fjölbreytilegt myndlistarnám, bæði hjá einkakennurum og í skólum, t.d. Jakarta Institute of Fine Arts. Í Nairobi í Kenya lagði Dagmar stund á kennslu upprennandi listamanna í teh Nairobi Arts Centre. Jafnframt hélt hún nokkrar sýningar á hverjum stað, ýmist ein eða í félagi við aðra listamenn. Hér heima hefur hún einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar, auk þess sem hún hefur sótt námskeið og einkatíma eftir hendinni. Mest málar Dagmar með olíu á striga eða hör en einnig hefur hún fengist við penna- og kolateikningar sem og vatnsliti. Dagmar hefur þróað sérstakan stíl sem vakið hefur athygli þar sem hún hefur unnið og sýnt verk sín. Stundum blandar hún hrjóstrugri íslenskri náttúru saman við menningaráhrif frá Asíu og Afríku - einkum í konumyndum sínum þar sem ólíkir menningarheimar renna saman og mynda ómótstæðilega og töfrandi heild. Netfang: dagmar@dagmar.is

Listaverk í Artóteki