Skip to main content

Aðalheiður stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands 1967-70. Konstfack Stokkhólmi 1977-80, útskrifaðist þaðan sem textílhönnuður. Hún lærði grafik og litun við Konstnärernas kollektiva verkstad i Stokkhólmi 1979-80. Hún kenndi við textíldeild M.H.I 1982-87, Myndlistaskóla Reykjavíkur 1982-85. Kennari í myndlist barna við grunnskóla Hafnarfjarðar 1990-2017. Hún rak Litla myndlistaskólann fyrir börn í Hafnarfirði, 1999-2005.
Aðalheiður er meðlimur í Sambandi íslenskra myndlistamanna SÍM og um árabil félagi í Íslenskri Grafík.
Aðalheiður rak Gallery Langbrók ásamt öðrum Listamönnum 1983-85, Listhús 39 í Hafnarfirði og Meistara Jakob Reykjavík 1994-2004. Hún rekur Gallery Múkka og vinnustofu í Fornubúðum 8 við smábátahöfnina í Hafnarfirði síðan 2005.
Aðalheiður hefur haldið um 30 einkasýningar á Islandi, Finnlandi og Svíþjóð.
Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga, alþjóðlegum og innlendum Hönnunar og Grafíksýningum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð,Danmörku,Færeyjum,Finnlandi,Eistlandi, Þýskalandi,Króatíu,Kína,Ítalíu og Frakklandi.
Aðalheiður dvaldi á vinnustofu í Sveaborg, Finnlandi 1990, Loviisa Finnlandi 2010 og 2015.
Aðalheiður vinnur í ólíka miðla. Í grafíkinni vinnur hún með blandaða tækni í einþrykki og í vatnslitamyndum hennar má finna ótal blæbrigði lita og mynsturs sem eru henni hugleikin og sótt til náttúrunnar. Einnig vinnur hún með klippimyndir í akrýl og pappír,fantasíukenndar smámyndir og stærri verk. Hún hefur einnig síðari ár unnið með handverk, grafíkbauka í pappa og íslenskri furu, smáfugla í leir og rekavið. Tauþrykkið á hug hennar ennþá og ný mynstur sótt í náttúruna, orðið til og hefur hún unnið púða, sem einstakt handverk. Að vinna með börnum í myndlist hefur verið henni mjög hugleikið og hvetjandi á sköpunarferli hennar.

Listaverk í Artóteki