María Kjartansdóttir

María útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 2005 (BA) og Glasgow School of Art árið 2007 (MFA). Hún hefur síðan sýnt ljósmyndir sínar og stuttmyndir í tugum samsýninga, einkasýninga og listviðburða víðsvegar um heiminn, en helst má nefna sýningarstaðina Arken Museum of modern Art - Kaupmannahöfn, Museum de Nervi-Genoa - Italíu, Arsenal Gallery - Pólandi, Ljungbergmuseum - Svíþjóð og 2nd Roma pavilion á Feneyjartvíæringnum 2011. 

Ásamt því að starfa sem sjálfstæð listakona í Reykjavík, París og London, er María ein af stofnendum og listrænum stjórnendum fjöllistahópsins Vinnslan www.vinnslan.com  þar sem hún hefur undanfarin ár unnid að tilraunakenndum sviðslistarverkum í formi ljósmynda, videó og hljóð-innsetninga.  María hlaut nýverið fyrstu verðlaun fyrir ljósmynda seríur sínar á Signature Art verðlaunahátíðinni  og Magnum Photos – Ideas Tap samkeppninni í London.  Verk Maríu eru kynnt hjá DegreeArt gallery í London og Labworlds fine art í París.

Listaverk í Artóteki