Iréne Jensen

Iréne Jensen lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994. Hún hefur haldið á annan tug einkasýninga í Svíþjóð og á Íslandi og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum víða um heim. Hún hefur hlotið styrk frá Myndstefi og British Council. Hún er félagsmaður í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og Íslenskri grafík og hefur setið í stjórn og sýningarnefnd síðarnefnda félagsins. Um tíma rak Iréne eigið gallerí ásamt öðrum myndlistarmönnum en nú er hún með vinnustofu á Korpúlfsstöðum.