Skip to main content

Hildur María Hallgrímsdóttir (Jónasson) lauk námi í grafískri hönnun við Alberta College of Art & Design í Calgary, Kanada árið 1993 (B. Des).  Árið 2015 lauk hún sérnámi í grafík (P. Bac) frá Nova Scotia College of Art & Design Í Halifax, KanadaVerk Hildar fjalla oftast um náttúruna og tengsl við umhverfið okkar. Hildur notar margskonar efni, aðferðir og framsetningu við listsköpun sína. Hún hefur skapað höggmyndir, innsetningar, málað, teiknað og unnið við ýmislegar grafík aðferðir.   Hildur hefur haldið sýningar á Íslandi, í Kanada og Bandaríkjunum og er með verk eftir sig í opinberum eignum í Kanada . Hildur er félagi í SÍM, Sambandi íslenskra myndlistarmanna og CARFAC, Canadian Artists Representation.
 

Listaverk í Artóteki