Skip to main content

Elín G. er íslenskur myndlistarmaður fædd í Reykjavik. Hún býr í Hafnarfirði og er þar með vinnustofu. Hún er meðlimur í SÍM - Sambandi íslenskra myndlistarmanna. Elín G. útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1996, Kennaraháskóla Íslands, listasviði 1979, 1992 og framhaldsmenntun 2008 og 1981 í Osló í Noregi. Er með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands. Elín G. Hefur haldið margar einkasýningar hér heima og erlendis, hún ferðast mikið og rannsakar náttúruna, vinnur síðan úr þekkingu sinni á vinnustofunni. Um málverk sín sem eru í Artótekinu núna segir Elín: Ég elska náttúruna og er mikið náttúrubarn. Ég túlka náttúruna eins og ég sé hana hverju sinni.

Listaverk í Artóteki